Forsaga

Kalmarsambandið
Fyrsta Kalmarsambandið stóð frá 1397 til 1524. Í sambandinu voru Noregur (Ísland meðtalið), Svíþjóð (Finnland meðtalið) og Danmörk. Í Kalmar samkomulaginu var skilgreindur rammi fyrir viðskiptalega, pólititíska og hernaðarlega samvinnu ríkjanna á þessum tíma.

Á miðöldum voru stjórnmál kjarninn í sambandinu - og í raun er enn svo í dag: Yfirvöld líta á samvinnu milli rannsóknaraðila á Norðurlöndum sem nauðsynlega fyrir þátttöku í alþjóðlegri samkeppni innan mennta- og vísindasamfélagsins. Seinna Kalmarsambandið miðar að því að auðvelda Norræna samvinnu, með því að gera notendanöfn, leyniorð og önnur auðkenni innan sambandslandanna gild meðal alls upplýsingageirans.

Samtök um auðkenni innan menntageirans
Samtök hafa verið stofnuð um auðkenni til að þjóna menntasamfélögum um allan heim (sjá könnun um auðkenni: REFED). Þessi samtök hafa sameiginlegt markmið, að veita notendum fjölbreytta og góða þjónustu.

Norðurlöndin hafa haft náið samstarf við umsýslu auðkenna síðan 2001 (GNOMIS).

Sýnt var fram á möguleika þess að brúa norrænu samtökin á NORDUnet ráðstefnunni í Helsinki, september 2006 (PDF)

  • Nauðsynlegar lagalegar og stefnumótandi rannsóknir voru kynntar á netráðstefnu TERENA í Danmörku 2007 (kynning)
  • Þróun og uppbygging seinna Kalmarsambandsins hófst árið 2008, fjármagnað af NordForsk
  • Niðurstöðurnar voru kynntar á TERENA netráðstefnunni í Malaga 2009 (kynning)

Kalmar2 lógóið
Hugmyndin bak við Kalmar2 lógóið er sótt í fyrsta þekkta merki Kalmar borgar sem er frá 13. öld (sjá neðar).
Hliðið í turninum hefur verið stækkað, til að tákna meiri og betri aðgengileika, nokkuð sem hefðbunin virki hafa helst ekki. Textinn 'KALMAR2' er grafísk 'undirstaða' turnsins, gert með knöppu en skýru letri. Græni liturinn táknar líf og gróanda.

Change fontsize Print